Hvað gerir dabbi.is
Markmið Dabba er að valdaefla Íslenska neytendur og framúrskarandi fyrirtæki með gagnsæi og sanngirni að leiðarljósi. Dabbi.is er hugsaður sem þjónustu gátt fyrir Íslendinga til að fá aðgengi að ítarlegum verðsamantektum, samanburðar tólum og heiðarlegum umsögnum.
Hvað er vandamálið
Hefurðu einhvern tímann reynt að bera saman verð á þjónustu og fundist eins og þú sért að leita að nál í heystakk? Þú ert ekki ein/einn um það
Í dag standa bæði neytendur og fyrirtæki frammi fyrir áskorunum þegar kemur að því að miðla og finna upplýsingar um verð og gæði þjónustu.
Verðupplýsingar geta verið flóknar og mismunandi milli fyrirtækja
Þjónustulýsingar eru oft ítarlegar, en geta verið erfitt að bera saman
Mikið magn upplýsinga gerir það krefjandi að finna það sem skiptir
þig máli
Mismunandi þjónustuþættir gera samanburð flókinn
Bæði fyrirtæki og neytendur vilja áreiðanlegar umsagnir
Erfitt getur verið að finna verð fyrir þjónustu á mismunandi síðum og sumstaðar eru þær ekki til staðar
Allt þetta gerir val á þjónustu flóknara en það þyrfti að vera, bæði fyrir neytendur og fyrirtæki sem vilja kynna sína þjónustu.
Af neytendum
Eyða að meðaltali 2 tímum að rannsaka vöru eða þjónustu áður en það er tekin ákvörðun. Miðað við rannsókn frá clutch
Er magnið af dögum
sem dabbi.is myndi spara Íslendingum á ársgundvelli ef sá tími myndi styttast niður í 15 mínútur.
Ef við miðum við 10% notkun 220.000 Íslendinga
Fólks er í erfiðleikum
að finna sér viðeigandi upplýsingar varðandi þjónustu sem þau vilja nýta sér
Neytanda lesa umsagnir
Um þjónustur eða fyrirtæki sem þau vilja stunda viðskipti við. 52% af 18-54 ára segjast alltaf lesa umsagnir
Treysta ekki
Umsögnum á samfélagsmiðlum og telja að búið sé hugsanlega að eiga við þær
Afhverju viljum við smíða Dabba
Með því að bjóða upp á auðveldan aðgang að skýrum og nákvæmum verðupplýsingum frá fjölbreyttum þjónustuveitendum á einum stað, geta neytendur einfaldlega borið saman verð og þjónustu studda með raunverulegum umsögnum, sem gerir þeim kleift að taka betri ákvarðanir á mun skemmri tíma.
Okkar sýn er að dabbi.is verði leiðandi tól fyrir neytendur að velja sér þjónustur.
Markaðstækifæri
Það virðist vera gat í markaðinum sem við teljum að dabbi gæti fyllt uppí, það vantar notendavænt samanburðar tól fyrir neytendur sem er smíðað af neytendum fyrir neytendur sem þeir geta treyst
Gagnsæi
Íslendinga þyrstir eftir meira gagnsæi, góðu viðskiptasiðferði, og hafa rétt á nákvæmum upplýsingum um þær þjónustur sem eru í boði
Sparar tíma
Við viljum spara Íslendingum tíma með því að sinna þessari nauðsynlegu rannsóknarvinnu fyrir þá í gegnum dabbi.is
Stuðlar að samkeppni
Hækkar þjónustustig og hjálpar góðum þjónustum að ná athygli byggt á framúrskarandi þjónustu og sanngjörnu verðlagi.
Fyrir neytendur
dabbi.is er smíðaður fyrir neytendur fyrst og fremst, með ströng gildi um gagnsæi sanngirni og heiðarleika. sem er ófrávíkjanlegur grunnur sem við munum byggja á
Lausnin
auðveldast er að líta á dabba sem gagnabanka sem geymir yfirlit um mikilvægar þjónustur, Þessar þjónustur eru svo brotnar niður í þjónustuþætti sem þau bjóða uppá. Við söfnum svo saman öllum verðskrám og gerum samanburð.
Þjónustuaðilar
Við byrjum á því að skilgreina og skipuleggja mismunandi flokka þjónustu, eins og heilbrigðisþjónustu, heimilisþjónustu, fjármálaþjónustu o.s.frv.
Þjónustuframboð
Fyrir hvern þjónustuaðila sundurgreinir og staðlar Dabbi þær sérstöku þjónustur sem þeir bjóða, ásamt verðupplýsingum. Þetta skapar samanburð á þjónustupökkum og kostnaði hjá mismunandi þjónustuaðilum.
Umsagnir notenda
Samhliða upplýsingum um þjónustu og verð safnar og staðfestir Dabbi umsögnum notenda fyrir hvern þjónustuaðila. Þessar umsagnir eru vandlega yfirfarnar til að veita nákvæmt og óhlutdræga mat á nokkrum stöðluðum flokkum þjónustunnar, eins og fagmennsku samskipti hreinlæti og virði
Einkunagjöf og tillögur
Með því að sameina verðupplýsingar og staðfestar umsagnir notenda getur Dabbi gefið þjónustuaðilum einkunn innan hvers flokks. Þetta einkunnakerfi hjálpar neytendum að finna bestu valkostina með jafvægi á kostnaði og gæðum.
Samkeppni við Dabba á Íslandi
Hægt er að bera Dabba saman við þjónustur á borð við facebook og google til að nálgast upplýsingar um þjónustu og tvímælalaust hægt að finna upplýsingar þar, en við teljum að það væri sanngjarna að bera Dabba saman við þjónustur eins og noona.is
Samkeppnisforskot Dabbi byggist á einfaldri en öflugri sýn: að vernda neytendur og styðja fyrirtæki sem standa sig best. Á meðan aðrir miða að hagnaði eða kynna greidda auglýsingar, leggjum við áherslu á gagnsæi og sanngirni. Við viljum skapa markað þar sem heilindi, gæði og traust eru verðlaunuð.
Við erum ekki bara önnur þjónusta við erum hreyfing sem styður sanngjarnari markað þar sem framúrskarandi fyrirtæki komast á toppinn fyrir raunverulegt virði sem þau veita.
Hvað þarf að smíða
Þjónustu inngangur
Rannsaka og greina allar mismunandi gerðir þjónustuveitenda í staðbundnum markaði (t.d. tannlækna, Lögfræðinga, Fasteignasölur).
Safna saman tengiliðaupplýsingum, fyrirtækjaskilríkjum og þjónustutilboðum hvers veitanda með tólum sem auðvelda þetta ferli eins og vefskröpurum.
Skipuleggja þessar upplýsingar í gagnagrunn eða skrá.
gagnasöfnun
Í stað þess að rannsaka og safna gögnum um þjónustuveitendur handvirkt getum við notað vefskröpunarverkfæri og aðrar aðferðir til að sækja nauðsynlegar upplýsingar sjálfvirkt af ýmsum vefsíðum.
Það eru nokkur opin og góð vefskröpunar tól og API-ar (t.d. Scrapy, Puppeteer, Selenium) sem hægt er að samþætta inn í Dabba vefinn.
Með því að sjálfvirknivæða gagnaöflunarferlið getum við verulega dregið úr tíma og fjármunum sem þarf til að byggja upp og uppfæra þjónustuinnganginn.
Api samþættingar
Margar þjónustuveitendur og skrár bjóða þegar upp á gagnagáttir. Við getum samþætt við þessar gáttir til að sækja nauðsynlegar upplýsingar beint, frekar en að þurfa að skanna þær af vefsíðum.
Dæmi um þetta eru samþættingar við staðbundnar fyrirtækjaskrár, umsagnaveitur og jafnvel beint við þjónustuveitendur sjálfa (ef þeir bjóða upp á opinberar gáttir).
API-samþættingar eru yfirleitt áreiðanlegri og skilvirkari en vefskönnun, þar sem gagnagæði eru veitt í skipulögðu formi.
Samanburðarverkfæri
Notendavænt leitarviðmót þar sem fólk getur skoðað og síað veitendur eftir flokkum, staðsetningu, og öðrum skilyrðum.
Samanburðaryfirlit sem birtir lykilupplýsingar (verð, þjónusta, einkunn)
Myndrænar lýsingar eða töflur til að hjálpa notendum að fljótt finna bestu valkostina.
Bókunarkerfi
Með því að sameina verðupplýsingar og staðfestar umsagnir notenda getur Dabbi gefið þjónustuaðilum einkunn innan hvers flokks. Þetta einkunnakerfi hjálpar neytendum að finna bestu valkostina með jafvægi á kostnaði og gæðum. Með bókunarkerfinu getur þú svo í beinu framhaldi pantað tíma, þannig að þú þarft aldrei að flakka á milli síðna
Samantekt
Með því að nýta nýjustu tækni og hugbúnaði sem hafa komið uppá sjónarsviðið nýlega getum við náð framleiðslu og hönnunar kostnaði umtalsvert niður. Sem við munum nýta okkur til að geta hratt og öruglega búið til nýjar undirsíður og þjónustuflokka. Með því að byggja grunnin sterkan getum við skalað Dabba hratt og örugglega fyrir komandi framtíð
Verður Dabbi arðbær
Hvernig skilgreinum við velgengni Dabba? Er fjárhagslegur ávinningur aðalmarkmiðið, eða liggur eitthvað dýpra að baki? Þetta eru mikilvægar spurningar sem við þurfum að íhuga vandlega.
Í grunninn er markmið Dabba einfalt en kraftmikið: Að hjálpa Íslendingum að finna framúrskarandi þjónustu á sanngjörnu verði. En hvernig mælum við árangurinn?
Við lítum á velgengni Dabba út frá þremur meginþáttum:
Ánægja neytenda: Finnum við raunverulegan mun á getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir?
Áhrif á markað: Sjáum við aukningu í gagnsæi og bættum viðskiptaháttum meðal fyrirtækja?
Samfélagsleg áhrif: Erum við að stuðla að réttlátari og skilvirkari markaði fyrir alla Íslendinga?
Já, fjárhagsleg sjálfbærni er mikilvæg til að Dabbi geti haldið áfram að vaxa og þjóna samfélaginu. En hún er aðeins tæki til að ná okkar raunverulega markmiði - að valdefla neytendur og umbuna framúrskarandi fyrirtækjum.
Með Dabba viljum við ekki aðeins bjóða upp á þjónustu, heldur skapa hreyfingu sem bætir neytendaupplifun á Íslandi til frambúðar.
Áskriftarlíkan fyrir þjónustuveitendur
Bjóða þjónustuveitendum upp á mismunandi áskriftarstig til að fá aukna sýnileika á vefnum.
Hærri áskriftarstig gætu boðið upp á betri staðsetningu í leitarniðurstöðum, ítarlegri upplýsingasíður eða fleiri myndir.
Vandamál
Ef við látum greiðandi þjónustuveitendur fá betri staðsetningu í leitarniðurstöðum, teljum við það óheiðarlegt gagnvart notendum sem treysta á hlutlausan samanburð.
Lausn
Hægt er að bjóða uppá ítarlegri og betri lendingarsíðu með fleirri myndum og betri upplýsingum um þjónustuna. Ef við bjóðum upp á aukin sýnileika, þurfum við að merkja það skýrt sem "auglýsing" eða "styrkt" efni. Við teljum að aukin sýnileiki sé togstreitu við grunngildi Dabba
Bókunarþóknun
Að taka prósentu af bókunarþóknun af hverri færslu.
Vandamál
Þetta gæti leitt til þess að mælt yrði frekar með dýrari þjónustu til að freistast að fá hærri þóknun.
Lausn
Hafa fasta prósentu óháð verði og vera gagnsæ um þessa þóknun gagnvart notendum Dabba.
Auglýsingar
Bjóða upp á markvissa auglýsingastaði fyrir tengda þjónustu
Vandamál
Auglýsingar gætu rýrt trúverðuleika dabba ef að neytendur túlka það sem svo að verið sé að hampa þjónustum gegn greiðslu og geta truflað notendaupplifun
Lausn
Gæta þess að auglýsingar séu viðeigandi, gagnsæjar og trufli ekki notendaupplifunina.
Gagnasala
Selja samanteknar og nafnlausar markaðsupplýsingar til þjónustuveitenda eða markaðsrannsóknarfyrirtækja.
Vandamál
Þetta er mjög viðkvæmt mál og gæti talist brot á trausti notenda.
Lausn
Við seljum ekki gögn notenda. En við áskiljum okkur rétta að nota innsæji til að betrumbæta Dabba í þjónustu við neytendur
Hvatagreiðslur
Vandamál
Þetta gæti leitt til þess að við mælum með þjónustu sem er ekki endilega best fyrir notandann.
Lausn
Við viljum ekki hafa áhrif á hlutlægan samanburð. Betra væri að bjóða uppá merki eins og verðlaunarborða eða gæðastimpil fyrir framúrskarandi fyrirtæki
Óheiðarlegar umsagnir
Vandamál
Við viljum vernda trúverðugleika umsagnarkerfisins okkar. Einnig viljum við vernda fyrirtæki gagnvart ósanngjörnum og ósönnum umsögnum
Lausn
Hafa strangt ferli fyrir staðfestingu umsagna og leyfa aldrei að þeim sé eytt eða breytt gegn greiðslu. En leyfa fyrirtækjum að skora á umsagnir sem við myndum fylgja eftir.
Samantekt
Við sem stöndum við bakið á Dabba höfum við meðvitað ákveðið að halda í heiðri ströngustu kröfur um gagnsæi, sanngirni og heiðarleika.
Já, þessi viðmið geta takmarkað mögulegar tekjustrauma til skamms tíma. En við trúum því að það sé lítið verð að greiða fyrir eitthvað miklu dýrmætara, að valdefla, fólkið, til að lyfta siðlegum og góðum fyrirtækjum upp á toppinn.
Á þessum tímum, þar sem neytendur eru oft berskjaldaðir, viljum við standa sem mótvægi.Við trúum á framtíð þar sem fyrirtæki ná árangri með framúrskarandi og sanngjarni þjónustu.
Dabbi er byggður á þeirri hugmynd að þegar neytendur eru upplýstir og sameinaðir, þá búa þeir yfir gríðarlegu valdi til að umbuna fyrirtækjum sem gera rétt, valdi til að krefjast betri þjónustu og valdi til að setja nýja staðla á markaðnum.
Endurskilgreinum hvað felst í sönnum árangri, veitum neytendum sterkari rödd og gerum þeim kleift að móta framtíð viðskipta. Saman getum við skapað markað þar sem heiðarleiki og gæði eru í forgrunni.
Kostnaður
Að byggja upp vettvang eins og Dabba er spennandi ferðalag, en það krefst auðvitað fjárfestingar. Við erum núna í miðju ferli við að meta þróunarkostnaðinn nákvæmlega, og munum hafa skýrari mynd af fjárhagsáætluninni mjög fljótlega. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að við getum byggt upp traustan og notendavænan vettvang sem uppfyllir væntingar bæði neytenda og fyrirtækja.
Ef þú hefur áhuga á að fylgjast náið með þróun Dabba og jafnvel taka þátt í að móta framtíðina, þá bjóðum við þér að gerast "Vinur Dabba". Sem vinur Dabba færðu reglulegar uppfærslur um framgang verkefnisins, þar á meðal upplýsingar um þróunarkostnað og fjármögnunarleiðir þegar þær liggja fyrir. Saman getum við skapað vettvang sem stuðlar að gagnsæi og sanngirni í viðskiptum á Íslandi.
Viltu vera
vinur Dabba
Með því að gerast vinur Dabba ertu ekki bara að eignast frábæran vin. þú ert að kjósa með breytingum sem gætu haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir neytendur. Saman getum við umbunað þeim sem gera rétt. skapað samfélag með heilindi og sterk grundvallar gildi að leiðarljósi.